Útboð

Category: Viðskipta og fjármálaréttur
Published on Friday, 19 October 2012 15:52
Written by Super User
Hits: 1660

Fjármögnun fyrirtækja og framkvæmda getur verið flókið verkefni, en ýmslar leiðir eru færar aðrar en beinar lántökur. Útboð verðbréfa (fjármálagerninga) er ein þeirra. Með útboði eru boðin til kaups hlutabréf eða skuldabréf sem útgefin eru af fyrirtækjum, stofnunum eða öðrum aðilum. Útgefendur geta verið hvort sem er skráð félög eða óskráð. KVASIR lögmenn veita ráðgjöf um útboð og framkvæmd þeirra.

Almenn útboð eru háð því að gefin hafi verið út lýsing, sem er skjal með nægjanlegum upplýsingum um útgefandann og verðbréfin til þess að fjárfestar geti lagt mat á fjárfestinguna. Lýsing er einnig skilyrði skráningar á markað (töku verðbréfa til viðskipta).

Svokölluð lokuð útboð eru undanþegin skilyrðinu um gerð lýsingar. Undanþágan er háð ströngum skilyrðum, sem lúta einkum að fjárhæðum og fjölda eða flokki þeirra fjárfesta sem útboðinu er beint að (hæfir fjárfestar).

KVASIR lögmenn búa yfir mikilli þekkingu á útboðsreglum og veita alhliða ráðgjöf um útboð, svo sem val á útboðsaðferð, samanburð við aðra fjármögnunarkosti, aðstoð við gerð útboðslýsingar og samninga við umsjónaraðila.