Samkeppnisréttur

KVASIR lögmenn veita alhliða ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar, sem lýtur m.a. að:

-Ráðgjöf við samruna og yfirtökur á fyrirtækjum, þ. á m. mat á samkeppnisréttarlegum áhrifum og nauðsynlegar tilkynningar til samkeppnisyfirvalda.
-Hagsmunagæslu vegna málsmeðferðar fyrir samkeppnisyfirvöldum, hvort sem er í ágreiningsmálum á milli fyrirtækja eða vegna frumkvæðisathugana samkeppnisyfirvalda.
-Málsmeðferð fyrir dómstólum ef þörf krefur.
-Málsvörn vegna samkeppnisbrotamála og sáttameðferð hjá samkeppnisyfirvöldum.