Nafnið Kvasir

Persónan Kvasir kemur fyrir í Snorra Eddu. Kvasir var þeirrar náttúru að ekki var hægt að bera upp þá spurningu við hann sem hann ekki gat leyst úr. Einnig bjó hann yfir mikilli sáttfimi, enda afsprengi sáttar goðaættanna Vana og Ása, sem vildu með sköpun Kvasis fyrirbyggja frekari deilur. Fyrir lögmenn er nauðsynlegt að eiga ráð undir rifi hverju til handa viðskiptamönnunum, auk þess að búa yfir samningalipurð og sáttfimi. Í huga eigenda KVASIR lögmanna eru hugkvæmni og innsæi einnig lykilþættir í því að ná framúrskarandi árangri, en Skáldamjöðurinn sem lagaður var úr blóði Kvasis færði mönnum þessar gáfur. Fyrir okkur er nafnið táknrænt fyrir útsjónarsemi, sáttfimi og hugkvæmni, sem eru kostir sem við leggjum áherslu á.