Fjölskylduréttur

KVASIR lögmenn hafa áralanga reynslu af gerð hvers kyns samninga er tengjast sifja-, erfða og persónurétti. Má þar m.a. nefna gerð fjárskiptasamninga við skilnað, kaupmála, erfðaskrár, skipti dánarbúa o.fl. Á sviði barnaréttar hafa KVASIR lögmenn mikla reynslu af ágreiningsmálum tengdum forsjá barna sem nauðsynlegt er að taka ákvörðun um við skilnað og sambúðarslit. KVASIR lögmenn taka einnig að sér mál tengd sjálfræðissviptingu, fjárræðissviptingu eða hvoru tveggja, þ.e. lögræðissviptingu.