Innheimta

 

Kvasir lögmenn liðsinna fyrirtækjum við innheimtu viðskiptakrafna allt frá greiningu og ráðgjöf um fyrstu skref vegna vanskila til lögfræðiinnheimtu á grundvelli réttarfarslaga. Með góðum innheimtuháttum, gagnkvæmri virðingu og hóflegri gjaldtöku þar sem hagsmunir beggja aðila eru hafðir að leiðarljósi er best gætt að viðskiptasambandi kröfuhafa og skuldara. Ef fyrirtæki þitt vantar liðsinni í innheimtu viðskiptakrafna, vinsamlegast hafið samband í síma 555-6071 eða með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Verktakaréttur

KVASIR lögmenn hafa mikla reynslu í gerð verksamninga og veita almenna þjónustu og ráðgjöf til verktaka og verkkaupa vegna verksamninga og verkefna tengdum verktöku. Veitt er m.a. aðstoð við samningu og túlkun verksamninga og við úrlausn ágreinings tengdum útboðum og verkuppgjörum.

Skipulags- og byggingaréttur

KVASIR lögmenn hafa tekið að sér fjölbreytt verkefni á sviði skipulags- og byggingamála, sem tengjast m.a. aðalskipulagi og deiliskipulagi hinna ýmsu sveitarfélaga.

SLYS og Skaðabótaréttur

KVASIR lögmenn hafa áralanga reynslu af hagsmunagæslu í skaðabótamálum og slysamálum hvort heldur um er að ræða líkamstjón eða annars konar tjón. KVASIR lögmenn veita alhliða þjónustu á þessu sviði, allt frá gagnaöflun á frumstigi til uppgjörs bóta.

Líkamstjón sem tjónþoli verður fyrir vegna notkunar bifreiðar er bótaskylt úr tryggingu bifreiðar þeirrar sem tjóninu olli og skiptir sök þá almennt ekki máli. Sá sem slasast á almennt rétt á bótum hvort heldur hann var valdur að tjóninu eða ekki.

Launþegar sem slasast við vinnu sína eða á beinni leið til eða frá vinnu geta átt rétt til bóta úr slysatryggingu launþega eða frá Tryggingastofnun ríkisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Slasist launþegi vegna atvika sem atvinnurekandinn ber ábyrgð á, getur launþeginn átt rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans. KVASIR lögmenn hafa sinnt hagsmunagæslu vegna hvers kyns vinnuslysa m.a. slysa á sjómönnum en um þá gilda m.a. sérreglur.

Miklu skiptir að vel sé að verki staðið þegar gæta þarf fjárhagslegra hagsmuna fólks sem lent hefur í slysi. KVASIR lögmenn geta liðsinnt í slíkum málum og veitt munnlega ráðgjöf um fyrstu skref án kostnaðar fyrir tjónþola. Sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og sérfræðingur á viðkomandi sviði hefur samband.

Fjölskylduréttur

KVASIR lögmenn hafa áralanga reynslu af gerð hvers kyns samninga er tengjast sifja-, erfða og persónurétti. Má þar m.a. nefna gerð fjárskiptasamninga við skilnað, kaupmála, erfðaskrár, skipti dánarbúa o.fl. Á sviði barnaréttar hafa KVASIR lögmenn mikla reynslu af ágreiningsmálum tengdum forsjá barna sem nauðsynlegt er að taka ákvörðun um við skilnað og sambúðarslit. KVASIR lögmenn taka einnig að sér mál tengd sjálfræðissviptingu, fjárræðissviptingu eða hvoru tveggja, þ.e. lögræðissviptingu.